top of page
ML 105.jpg

16 júní 2023 kl. 20.30 
17 júní 2023 kl. 16.00

Mother Lode

Leikrit eftir: Virginia Wall Gruenert

Flytjandi: Linda Haston

Leikstjóri: Ingrid Sonnichsen 

 

Sambönd mæðra og dætra hafa löngum verið talin flókin og gefa
sálfræðingum nokkuð að iðja um ókomin ár. Því er þó ekki að neita
að slík sambönd eru bæði djúp og tilfinningarík. Leikverkið Mother
Load fjallar um lífslok og ákvarðanir sem skylduræknar dætur
verða að taka við þær aðstæður. Þrátt fyrir ágreining,
friðarsamninga, erjur og endanlega sátt (hvort sem þeim líkar betur
eða verr) eru böndin milli sterkra sjálfstæðra kvenna órjúfanleg og
full ástar.
 

Barros_090419_305_edited.jpg

14 & 15 júní 2023 kl. 20.30 
 

Etty

Flytjandi: Susan Stein

Leikstjóri: Austin Pendleton 

Etty Hillesum lést í Auschwitz aðeins 29 ára að aldri. Leikverkið Etty er sett
saman úr dagbókum hennar og bréfum frá 1941 til 1943. Í því kynnumst við
merkilegri ungri hollenskri konu, innsæi hennar, ljóðrænu, ákveðni og ástríðu.

Susan Stein fer með hlutverk Ettyar, tjáir sig hispurslaust og talar beint til
áhorfandans. Susan þræðir sig í gegnum verkið með kærleika og samkennd
(jafnvel til óvinarins) í leit að tilganginum í lífi Ettyar og tilgangi lífsins í þeim
hryllingi sem fylgdi hernámi nasista. Etty Hillesum uppgötvar sinn eigin
sannleik sem hún kallar Guð, og opnar sig upp á gátt fyrir kraft þess að vera
lifandi og jarðtengd og bera vitni um þau ósköp sem drifu á daga hennar.

30x40_tjarnarbio etty_Page_2.jpg
bottom of page